Hitamyndavélin

Vélin er hágæða hitamyndavél sem skilar miklum gæð- um í hitamyndum.

Þá er samtengdur loftraka- og hita- mælir sem vinnur með hitamyndavél-inni og skilar niðurstöðum inn á hitamyndavélina ásamt fleiri eigin- leikum sem hann hefur þegar hann er notaður einn og sér.

Hitamyndavél er hægt að nota á margan hátt. Hita-myndavélin sýnir yfirborðshita flestra efna og nýtist þetta t.d. í sambandi við rafmagnslagnir, raf- magnstöflur og raf- mótora.

Þá nýtist hún vel fyrir aðrar lagnir eins og:

heitavatnslagnir kaldavatnslagnir gólfhitalagnir geislahitalagnir snjóbræðslulagnir

 

Hægt er að koma í sérstakar skoðanir með hitamynda- vélina eingöngu.

 

Hvers vegna hitamynd ?

Í húsum er hægt að sjá það sem ekki er hægt að sjá öðru vísi með hitamyndavél. Þar sem erfitt er að greina vandamál í húsum getur hitamyndavélin sýnt margt sem erfitt er að sjá öðruvísi. Þó fer þetta eftir aðstæðum að einhverju leiti.

Hitinn streymir út með hurðinni að neðan.

Í loftinu er kuldabrúareinangrun vel sýnileg.

Mikill raki í útvegg

Útveggur í húsi þar sem erfitt var hægt að sjá þennan raka sem þarna kemur fram nema með hitamyndavél. Þarna var mikill raki í múr sem ávísun á mikla hættu á myglu og sveppum.

Það gildir sama um gömul og ný hús hvað varðar galla í þeim og þegar íbúðin er tóm er gott að skoða og sérstaklega að nota hitamyndavél.

Ástandsskoðun

Þegar ástandsskoðað er er gott að nota hitamyndavélina. Þetta er lítils háttar viðbótarkostnaður sem getur skilað sér margfalt.

Hvers vegna að taka áhættu þegar það besta er í boði ?